„Við náðum að standa lengi vel í þeim og það var ömurlegt að missa þær svo langt frá okkur þegar leið á síðari hálfleik,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolti.is í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld að loknum sjö marka tapleik fyrir Þýskalandi í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna.
„Mér fannst oft þegar við vorum komnar í góða stöðu að við misstum boltann klaufalega. Þýska liðið er mjög klókt í þeirri stöðu. Það leikur mjög framarlega með bakverðina sem verður til þess að sóknarleikur okkar beinist meira inn á miðjuna þar sem auðveldara var að verjast okkur,“ sagði Thea Imani sem var lengi í gang í leiknum en skoraði áður en yfir lauk fjögur mörk.
„Við erum í framför. Varnarleikurinn er að batna og sóknarleikurinn jafnt og þétt að komast í meira flæði með fleiri leikmönnum en áður. Okkur líður vel og við tökum allt sem við getum úr þessum leik,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is.
Sjö marka tap í hörkuleik í Stuttgart
Sterkt hjá okkur að koma ítrekað til baka
HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni
Landslið Íslands á HM kvenna 2025
A-landslið kvenna – fréttasíða.




