Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu níunda leikinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld er þeir lögðu Eurofarm Pelister, 31:26, í Bitola í Norður Makedóníu. Magdeburg er þar með áfram efst með fullt hús stiga í B-riðli keppninnar. Þýska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvisvar og gaf sex stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt og var að vanda fastur fyrir í vörninni. Magnus Saugstrup var markahæstur með sex mörk og Alin Lagergren skoraði fimm sinnum.
Bogdan Radivojevic skoraði fimm mörk fyrir Pelister og sama gerði Dejan Manaskov.
Í A-riðli hefur gott gengi danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold áfram. Liðið vann Nantes frá Frakklandi, 31:24, á heimavelli. Burster Juul skoraði sex mörk og Lukas Nilsson, Mads Hoxer og Marnus Munk skoruðu fimm mörk hvor. Aymeric Minne skoraði sex sinnum fyrir Nantes.
Industria Kielce vann Dinamo Búkarest á heimavelli, 34:32. Klemin Ferlin markvörður Kielce reið baggamuninn fyrir liðið í jöfnum leik.
Alex Dujshebaev, Piotr Jarosiewicz og Szymon Sicko skoruðu fimm mörk hver fyrir Kielce.
Branko Vujovoc skoraði sjö mörk fyrir rúmensku meistarana sem rekan áfram lestina í A-riðl með tvö stig ásamt Kolstad.



