- Auglýsing -
-Auglýsing-

Matthildur: „Rosalegasta sem ég hef upplifað“ – viðtal og myndasyrpa

- Auglýsing -

„Þetta var það rosalegasta sem ég hef upplifað,“ segir Matthildur Lilja Jónsdóttir, 21 árs kona úr ÍR, sem lék sinn þriðja landsleik í gær þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætti þýska landsliðinu í upphafsleik HM í Stuttgart að viðstöddum nærri 6.000 áhorfendum. Þýskaland vann með sjö marka mun, 32:25.

Hún hefur aldrei leikið A-landsleik á heimavelli. Fyrstu þrír landsleikirnir fóru fram í Danmörku, Færeyjum og í Þýskalandi.


Matthildur Lilja byrjaði leikinn í gær í miðri vörninni með samherja sínum úr ÍR, Katrínu Tinnu Jensdóttur, og fékk svo sannarlega að komast í snertingu við leikinn frá fyrstu sekúndu í stemningu og hávaða eins hún gerist best í þýsku handknattleikshöllunum.

„Ég vissi það ekki fyrir fram að ég myndi byrja en gat dregið ákveðnar ályktanir þar sem það vantar sterka pósta í miðja vörnina. Það var gaman og gott að hafa Katrínu við hliðina á mér. Hún er frábær í vörn,“ segir Matthildur Lilja þegar handbolti.is hitti hana á hóteli landsliðsins í Stuttgart fyrir hádegið.

Spurð hvernig gengið hafi að halda einbeitingu í gegnum leikinn í alveg óþekktum aðstæðum segir Matthildur Lilja það hafa gengið vel. „Ég varð meira var við hávaðann og stemninguna þá stund sem maður var á bekknum. Þegar maður er inni á vellinum þá einbeitir maður sér að liðinu.“


Spurð hvernig líðanin væri í dag svaraði Matthildur Lilja: „Það varð eiginlega spennufall hjá mér í gærkvöld og í morgun. Maður eiginlega trúði því varla að þetta væri búið.“

Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn serbneska landsliðinu klukkan 19.30, annað kvöld, föstudag. Matthildur Lilja segist vera klár í þann slag.

Lengra viðtal við Matthildi Lilju er í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit

Níu léku í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti – myndir

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

Send í djúpulaugin – fyrsti HM-leikur Matthildar Lilju:

-smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -