- Auglýsing -
-Auglýsing-

Orri markahæstur í 13 marka sigri í Lissabon

- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting í kvöld þegar liðið vann Kolstad, 44:31, á heimavelli í 9. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sporting færðist upp í fjórða sæti riðilsins með öruggum sigri á norska liðinu sem skrapar botninn í riðlinum með tvö stig.

Orri Freyr skoraði fjögur marka sinna úr vítaköstum. Matrím Costa var næstur með sjö mörk.


Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki mark.

Sigurjón Guðmundsson varði 10 skot í marki Kolstad, 27%. Liðið saknar enn þá Svíans Andreas Palicka sem er meiddur. Landi Palicka, Simon Jeppsson, var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk.

Füchse Berlin er áfram efst í A-riðli með fullt hús stiga. Liðið vann One Veszprém í kvöld, 38:34, á heimavelli. Bjarki Már Elísson lék ekki með One Veszprém vegna meiðsla.

Lasse Bredkjær Andersson skoraði 10 mörk fyrir Füchse Berlin og Tim Friehöfer átta. Hugo Descat gerði átta mörk fyrir Veszprém og Nedim Remili sex mörk.

Janus Daði var með Szeged

Í B-riðli vann Pick Szeged liðsmenn RK Zagren, 32:26, á heimavelli og færðist upp í þriðja sæti riðilsins með 10 stig eftir níu leiki. RK Zagreb rekur lestina og virðist ekki vera að rétta úr kútnum þrátt fyrir enn ein þjálfaraskiptin á dögunum.

Janus Daði Smárason lék í drjúga stund með Pick Szeged og skoraði tvö mörk. Þetta var annar leikur hans fyrir liðið eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Mario Sostaric skoraði níu mörk fyrir Pick Szeged en Ihar Bialiauskip var atkvæðamestur leikmanna RK Zagreb með sjö mörk.

Rólegt á gamla heimavellinum

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður kom ekkert við sögu þegar lið hans, Barcelona, vann GOG, sem Viktor Gísli lék með í þrjú ár, 41:28, á heimavelli GOG. Emil Nilesen var allan leikinn í marki Barcelona og varði 16 skot, 39%.

Luiz Frade skoraði níu mörk fyrir GOG og Aleix Gomez skoraði sjö mörk eins og Timothey N’Guessan.

Bjerre Friche og Hjalte Lykke skoruðu fimm mörk hvor fyrir GOG.

Barcelona er í öðru sæti B-riðils með 16 stig eftir 9 leiki. GOG situr í sjötta sæti af átta liðum með sex stig.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -