Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handknattleik, er á leiðinni til Stuttgart og heldur uppi stemningu fyrir viðureign Íslands og Serbíu í Porsche Arena í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 eða 20.30 að þýskum tíma.
Sérsveitin lætur ekki þar við sitja heldur hefur skiplagt samkomu með stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á Hótel Jaz í miðborg Stuttgart frá kl. 17 til 18.30 (þýskur tími) áður en viðureignin hefst í Stuttgart.
Öll eru hvött til að koma á Hotel Jaz í dag.
Hér fyrir neðan er hlekkur á samkomustaðinn:
https://maps.app.goo.gl/VrCnaTJiaeZo21A48
Sérsveitin verður einnig í essinu sínu á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið mætir landsliði Paragvæ. Þá er stefnt á að koma saman á Hotel Jaz milli 12 og 14. Leikur Íslands og Paragvæ hefst klukkan 15.30 á sunnudaginn, 14.30 að íslenskum tíma.



