- Auglýsing -
„Serbar eru sterkir og greinileg áhrif má sjá hjá liði þeirra af spænskum þjálfara sem er við stjórnvölinn um þessar mundir,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna um andstæðing íslenska landsliðsins í kvöld á heimsmeistaramótinu. Viðureign Íslands og Serbíu hefst klukkan 19.30 í Porsche Arena í Stuttgart.
Rætt er við Arnar í myndskeiði hér fyrir neðan um tapleikinn við Þjóðverja í fyrrakvöld, 32:25, og um viðureignina sem er framundan við Serbíu. Serbar unnu Úrúgvæ, 31:19, í fyrrakvöld.
HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit
Níu léku í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti – myndir
Landslið Íslands á HM kvenna 2025
Myndasyrpa: Óvænt uppákoma – peningaseðill á leikvellinum
- Auglýsing -


