„Það er kraftur í serbneska liðinu en ég held að við eigum meiri möguleika gegn Serbum en gegn Þjóðverjum og erum mjög spenntar að takast á við þetta verkefni,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik um viðureignina við serbneska landsliðið á heimsmeistaramótinu í kvöld.
Viðureignin hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og verður annar af þremur leikjum íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM.
„Leikurinn við Þýskaland gaf okkur mikið sjálfstraust sem við tökum með okkur inn í viðureignina við Serba,“ segir Þórey Anna hress að vanda.
Lengra viðtal við Þóreyju Önnu í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit
Níu léku í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti – myndir
Landslið Íslands á HM kvenna 2025
Greinileg áhrif frá spænskum þjálfara




