- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komumst ekki upp með mörg mistök

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram, Karen Knútsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir, eru klárar í slaginn gegn Val í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á morgun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Leikurinn við Hauka í deildinni um síðustu helgi sýndi að það vantar meiri stöðugleika hjá okkur. Honum verðum við meðal annars að ná fram gegn Val í undanúrslitaleiknum í Coca Cola-bikarnum til þess að vinna,“ sagði hin þrautreynda handknattleikskona Fram, Hildur Þorgeirsdóttir, í samtali við handbolta.is um væntanlega undanúrslitaviðureign Fram og Vals í Coca Cola-bikarnum á morgun.

Fram og Valur hafa þrisvar sinnum mæst í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvennaflokki. Árið 1980 vann Fram með sjö marka mun, 21:14. Valur hafði betur í næsta leik, 1983, 17:14. Síðan liðu 37 ár þangað til þessu stórlið í kvennaflokki drógust saman í undanúrslitum 2020. Fram vann örugglega, 23:17.

„Maður kemst ekki upp með mistök á þessum stað í keppninni. Við þekkjum söguna og í gegnum tíðina höfum við átt slæma leiki í undanúrslitum en einnig átt mjög góða leiki þar sem allt hefur smollið saman. Við verðum að mæta klárar í slaginn. Vonandi verður leikurinn endurtekning af okkar hálfu frá leiknum 2020,“ sagði Hildur.

Fram og Valur hafa þrisvar sinnum mæst í undanúrslitum bikarkeppninnar í Fram er sigursælasta lið bikarkeppninnar í kvennaflokki og hefur alls unnið 16 sinnum í 45 skipti sem leikið hefur verið til úrslita. Þar hefur Fram 27 sinnum átt lið í undanúrslitum, fyrst 1976 en síðast 2020. Í fyrsta undanúrslitaleiknum 1976 vann Fram lið FH, 13:9. 

Ekki er ljóst hvort Emma Olsson getur leikið með Fram í undanúrslitaleiknum. Hún fékk boltann í höfuðið í viðureign Hauka og Fram á laugardaginn. Að öðru leyti sagði Hildur aðra leikmenn Fram verða klára í slaginn.

Leikur Fram og Vals í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna hefst klukkan 18.00 á morgun fimmtudag. Leikið verður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirð. Sigurliðið leikur til úrslita við KA/Þór eða FH á laugardaginn kl. 13.30.
 Miðasala á alla leikina í Coca Cola-bikarnum fer fram í gegnum appið Stubbur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -