- Auglýsing -
Síðustu tvær sóknir leiks Aftureldingar og Hauka í Olísdeild karla sögðu margt um það hvernig viðureignin hafði þróast fram á síðustu sekúndur. Haukar töpuðu boltanum kæruleysislega.
Aftureldingarmenn köstuðu sér á boltann og bættu við mark þótt þeir hefðu þegar átta marka forskot.
„Menn eru að kasta sér á boltann og það eru tíu sekúndur eftir,“ sagði Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar í þætti gærdagsins þar sem viðureign Aftureldingar og Hauka var gerð upp. Afturelding vann leikinn með níu marka mun, 31:22.
„Þetta er viðhorfið sem þeir þurfa að vera með,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, sérfræðingur Handboltahallarinnar.
Myndskeið af síðustu sóknunum er hér fyrir neðan.
- Auglýsing -


