„Við byrjuðum síðari hálfleik frekar illa, varnarleikurinn var alls ekki nógu góður og spennustigið ekki rétt,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Westfalenhallen eftir níu marka tap fyrir Svartfjallalandi, 36:27, í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið á þar með tvo leiki eftir á mótinu, gegn Spáni á fimmtudaginn og við Færeyinga á laugardaginn.
„Við eigum tvo leiki eftir í keppninni og getum bætt upp fyrir þennan leik svo við þurfum ekki að að fara með þetta á bakinu heim,“ sagði Thea Imani Sturludóttir.
Lengra viðtal við Theu Imani er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Slakur leikur og átta marka tap í Westfalenhallen
HM kvenna ”25 – dagskrá, milliriðlar, úrslit, staðan



