Fjölnir færðist upp að hlið Harðar í sjötta til sjöunda sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið lagði Hauka 2 í Kuehne+Nagel höllinni á Ásvöllum, 29:27. Staðan var 16:12 Haukum í hag þegar fyrri hálfleikur var að baki.
Þótt Fjölnir sé kominn upp að hlið Harðar þá á Ísafjarðarliðið tvo leiki til góða á Fjölni en liðin verða væntanlega í baráttu um sæti í umspili Olísdeildar í vor.
Margt benti til þess að Haukar myndu vinna leikinn. Eftir að hafa fjögurra marka forskot í hálfleik þá náðu þeir mest sex marka forskoti í síðari hálfleik. Vopnin snerust hins vegar í höndum þeirra þegar á leið og Fjölnismenn nýttu sér það til þess að snúa við taflinu.
Mörk Hauka 2: Jón Karl Einarsson 9, Daníel Wale Adeleye 5, Helgi Marinó Kristófersson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 4, Daníel Máni Sigurgeirsson 2, Gústaf Logi Gunnarsson 2, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 8.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Óli Fannar Pedersen 4, Darri Þór Guðnason 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Victor Máni Matthíasson 3, Aron Breki Oddnýjarson 1, Júlíus Flosason 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 11.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.




