- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Segja má að landsliðið sé í háskólanámi

- Auglýsing -

„Við höfum farið vel yfir leikinn gegn Spáni á fimmtudagskvöld. Það var margt gott og til fyrirmyndar í honum fyrstu 40 mínúturnar en síðan kom 20 mínútna kafli sem var mjög slæmur. Við verðum aðeins að vinna okkur út úr honum og draga af honum lærdóm,“ segir Arnar en leikur íslenska landsliðsins hrundi til grunna, ef svo má segja. Liðið skoraði aðeins eitt mark en fékk á sig 13 á 17 mínútum.

„Við vorum ekki bara í vandræðum í sókninni heldur einnig í vörninni sem varð til þess að markvarslan datt niður.

Ekki má heldur gleyma því heldur að á fyrstu 40 mínútunum gerðum við margt mjög gott sem við verðum að taka með okkur einnig og bæta ofan á,“ segir Arnar.

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín er yngst í landsliðinu á HM. Hún stendur á tvítugu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Kaflaskipti eru ekki óeðlieg

Leikur íslenska landsliðsins hefur verið afar kaflaskiptur á heimsmeistaramótinu með góðum og slæmum köflum, oft nokkrum innan sama leiksins þótt slæmur kafli hafi aldrei varað eins lengi og í síðari hálfleik gegn Spánverjum.

Arnar segir ekkert óeðlilegt vera þótt sveiflur séu í leik íslenska landsliðsins. „Liðið er ungt og lítt reynt,“ segir Arnar og bendir á að yngsti leikmaðurinn er 20 ára, fimm eru 21 árs og þrjár 23 ára.

Sögulegur leikur frændþjóða í Westfalenhalle í kvöld

Meðalaldur er 24 ár

„Meðalaldurinn er 24 ár sem er með því lægsta á mótinu. Flestar þeirra hafa lítið leikið saman svo það er ekkert óeðlilegt að það reyni mjög á leikmenn. Auk þess erum við í milliriðlakeppni HM að leika gegn sterkum þjóðum. Það er því viðbúið að sveiflur séu í leiknum. Segja má að landsliðið sé í háskólanámi á þessu móti. Við erum að taka toppkúrs sem reynir mjög á en á eftir að nýtast okkur í framtíðinni,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna.

Hér fyrir neðan er tafla þar sem meðalaldur leikmanna íslenska landsliðsins fjöldi landsleikja er borinn sama. Meðaltal leikja er samkvæmt upplýsingum sem gefnar voru út áður en HM hófst:

Aldur:Fjöldi leikja:
Ísland2435
Serbía2844
Frakkland2752
Þýskaland2663
Danmörk2781
Noregur3098
Holland27110
Svíþjóð29111
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -