- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Svartfellingar burstuðu Serba – Attingre skellti í lás

- Auglýsing -

Svartfellingar fylgja Þjóðverjum eftir í átta liða úrslit úr milliriðli tvö, þeim sem íslenska liðið á sæti í. Svartfellingar fóru illa með granna sína frá Serbíu í uppgjöri um annað sæti riðilsins í Westafalenhalle í Dortmund í dag, 33:17, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Serbar komast þar með ekki áfram í átta liða úrslit HM.


Armelle Kelly Attingre átti stórleik í marki Svartfellinga. Hún varði 18 skot, 62%, þar af tvö vítaköst. Hún kórónaði frammistöðu sína með því að skora eitt mark.

Dijana Trivic skoraði níu mörk fyrir Serba og Matea Pletikosic var næst með sjö mörk. Línukonan Dragana Cvijic skoraði fimm mörk fyrir Serba og var markahæst.

Svartfellingar mæta Norðmönnum í átta liða úrslitum á þriðjudaginn en Þýskaland, sem er efst í milliriðli tvö, leikur við Brasilíu sem situr í öðru sæti milliriðils fjögur, næst á eftir norska landsliðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -