Skrifstofa HSÍ hefur milligöngu með miðasölu á Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Búdapest frá 14. – 18. janúar.
Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru cat 2 miðar í hólfum 113 og 213 (samliggjandi hólf) og verðið er 20.000 fyrir fullorðna fyrir 1 dagpassa sem gildir á alla leiki B-riðils. Barnamiðar fyrir yngri en 18 ára er 15.000.
Hægt er að sjá teikningu af keppnishöllinni hér: https://www.cts.eventim.hu/…/mens-ehf-euro-2022…/…
Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið [email protected] og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands.
Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 3. október nk.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.
Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
14.janúar: Portúgal – Ísland.
16.janúar: Ísland – Holland.
18.janúar: Ísland – Ungverjaland.