- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elín Klara markahæst á HM – Sandra hefur oftast skorað

- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þátttöku íslenska landsliðsins á mótinu lauk í gærkvöld með þriggja marka sigri á færeyska landsliðinu, 33:30. Elín Klara skoraði 8 mörk í leiknum og fór þar með tveimur mörkum upp fyrir Söndru Erlingsdóttur sem varð næst markahæst. Elín Klara skoraði 26 mörk í sex leikjum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti eins og fleiri leikmenn íslenska landsliðsins.


Sandra varð markadrottning íslenska landsliðsins á HM fyrir tveimur árum með 34 mörk í sjö leikjum. Sandra hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á HM, alls 58 mörk.

Mörk Íslands á HM 2025 skoruðu:

Elín Klara Þorkelsdóttir 26.
Sandra Erlingsdóttir 24/17.
Thea Imani Sturludóttir 21.
Elín Rósa Magnúsdóttir 18.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir 18.
Dana Björg Guðmundsdóttir 17.
Katrín Tinna Jensdóttir 15.
Díana Dögg Magnúsdóttir 8.
Elísa Elíasdóttir 7.
Lovísa Thompson 4.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3.
Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.

Sandra Erlingsdóttir hefur skoraði flest mörk fyir Ísland á heimsmeistaramótum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Samtals frá upphafi (HM2011, HM2023, HM2025):

Sandra Erlingsdóttir 58.
Thea Imani Sturludóttir 48.
Elín Rósa Magnúsdóttir 38.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir 35.
Þórey Rósa Stefánsdóttir 31.
Karen Knútsdóttir 28.
Elín Klara Þorkelsdóttir 26.
Díana Dögg Magnúsdóttir 22.
Perla Ruth Albertsdótttir 22.
Stella Sigurðardóttir 22.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -