- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Haukur heldur áfram að láta ljós sitt skína – myndskeið

- Auglýsing -

Haukur Þrastarson heldur áfram að leika eins og sá sem valdið hefur með þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í tveggja marka sigri, 34:32, á Gummersbach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.


Haukur var næst markahæstur leikmanna Rhein-Neckar Löwen. Hollendingurinn Dani Baijens skoraði einu marki meira en Selfyssingurinn og gaf níu stoðsendingar.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í þremur skotum fyrir Gummersbach og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Teitur Örn Einarsson átti ekki skot á markið í kvöld. Hann stóð vörnina að vanda og mátti sætta sig við að vera einu sinni vikið af leikvelli.

Kay Smits og Ole Pregler skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gummersbach og voru markahæstir við þá iðju.

Fleiri kærkomnir sigrar hjá Arnóri Þór

Liðsmenn Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer HC halda áfram að sækja stig. Þeir unnu Eisenach á heimavelli í kvöld, 27:26. Bergischer HC hefur þar með 10 stig eftir 16 leiki og er fimm stigum fyrir ofan neðstu liðin tvö, Wetzlar og Leipzig.

Meistaravonin úr sögunni?

Vonir Füchse Berlin um að vinna þýska meistaratitilinn ruku sennilega út í veður og vind í Flensborg í kvöld þegar liðið tapaði naumlega fyrir Flensburg-Handewitt, 40:39. Berlínarliðið hefur þar með tapað 10 stigum á leiktíðinni til þessa meðan efsta liðið, SC Magdeburg, hefur misst eitt stig í hendur andstæðings. Flensburg og Lemgo sem eru í öðru sæti hafa tapað sjö stigum hvort.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -