- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross eftir að hann hætti að leik handbolta í sumar. Hann hefur keypt Bæjarbakaríið í Hafnarfirði.
Þetta kemur fram í viðtali við Aron í jólablaði Hafnarfjarðarbæjar. Aron stendur m.a. vaktina í hinu stórskemmtilega Jólaþorpi í Hafnarfirði þar sem góðgætið úr Bæjarbakaríinu er m.a. til sölu.
Bæjarbakaríið er rótgrónasta bakarí Hafnarfjarðar og hefur verið rekið í nærri 50 ár.
Rekstur bakarísins góða er eitt af fleiri járnum sem Aron hefur í eldinum eftir að handboltaferlinum lauk.
Hér er hægt að nálgast blaðið: https://hfj.is/fj0x57
- Auglýsing -




