Valur situr í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik næstu vikurnar. Valur vann Selfoss í baráttuleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 43:40, þegar fimm síðustu leikir ársins í deildinni fóru fram. Selfoss veitti harða mótspyrnu en skorti herslumun upp á í lokin að krækja í annað stigið.
Markaþurrð hjá Haukum
Nánast á sama tíma töpuðu Haukar, sem voru efstir, fyrir Fram, 27:25, í Kuehne+Nagel-höllinni á Ásvöllum eftir spennu og dramatík á síðustu mínútum. Fram skoraði sjö af síðustu níu mörkum viðureignarinnar á 14 síðustu mínútunum. Haukar lentu í markaþurrð, gerðu hvert axarskaftið á fætur öðru. Til að kóróna sigur Fram fékk liðið vítakast þegar sex sekúndur voru eftir er þeir voru að basla við að sækja til að innsigla sigurinn. Vítakastið var umdeilt en dómararnir voru vissir í sinni sök. Brotið var á Daníel Ragnarssyni leikmanni Fram er hann var að leika sig ógöngur aðþrengdur við miðjuna sex sekúndum fyrir leikslok.
Tvö mörk á 14 mínútum
Burtséð frá síðustu sekúndunum þá fóru Haukar illa að ráði sínu því þeir voru þremur mörkum yfir, 23:20, þegar 14 mínútur voru til leiksloka.
Eftir þrjá sigurleiki í röð hefur Fram slitið sig frá liðunum í neðri hlutanum. Liðið situr enn í sjöunda sæti en er sex stigum fyrir ofan Stjörnuna og HK og er aðeins stigi á eftir ÍBV.

Stjarnan tapaði enn einni viðureigninni í kvöld er þeir sóttu FH heim í Kaplakrika, 33:31. FH-ingar voru öflugri þegar á leið og fór Garðar Ingi Sindrason fyrir liðinu á sigurbrautinni.
Lokamínútur voru Aftureldingar
Eftir harða mótspyrnu frá ÍR-ingum þá tókst Aftureldingu að snúa leiknum sér í hag á síðustu 10 mínútunum og vinna, 34:31. Staðan var jöfn 29:29 þegar átta mínútur voru eftir. Vopnin snerust þá í höndum ÍR-inga. Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og innsiglaði sigurinn.
Afturelding er í öðru sæti, stigi á eftir Val og stigi fyrir ofan Hauka.
Þorvaldur Tryggvason og Oscar Sven Leithoff Lykke voru ekki með Aftureldingu en allt er lagt í að þeir geti tekið þátt í leiknum við FH í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn.

Vandi hjá KA-mönnum
Litlu mátti muna að KA-menn glopruðu niður 10 marka forskoti niður í jafntefli eða tap gegn HK í KA-heimilinu í kvöld. KA-menn voru 11 mörkum yfir, 23:12, þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá skoruðu heimamenn ekki mark í 12 mínútur og HK minnkaði muninn í fjögur mörk, 23:19. Og áfram héldu HK og tveimur mínútum fyrir leikslok gátu þeir minnkað muninn í eitt mark. Tækifærið gekk liðinu úr greipum og KA slapp fyrir horn með bæði stigin.

Staðan í Olísdeildinni og næstu leikir.
Haukar – Fram 25:27 (17:17).
Mörk Hauka: Freyr Aronsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Adam Haukur Baumruk 4, Hergeir Grímsson 3/1, Andri Fannar Elísson 3, Jón Ómar Gíslason 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12, 30,8%.
Mörk Fram: Dagur Fannar Möller 7, Max Emil Stenlund 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Eiður Rafn Valsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2/2, Erlendur Guðmundsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Arnór Máni Daðason 1, Lúðvík Thorberg B. Arnkelsson 1, Theodór Sigurðsson 1/1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 8/1, 33,3% – Breki Hrafn Árnason 2, 18,2%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Afturelding – ÍR 34:31 (17:17).
Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 8/1, Andri Freyr Friðriksson 7, Harri Halldórsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Sveinur Olafsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, 34,8%.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10/3, Bernard Kristján Owusu Darkoh 10, Jökull Blöndal Björnsson 5, Nathan Doku Helgi Asare 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Eyþór Ari Waage 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 13/1, 31% – Alexander Ásgrímsson 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

KA – HK 30:27 (18:9).
Mörk KA: Magnús Dagur Jónatansson 7, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7/2, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 6, Morten Linder 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Logi Gautason 2.
Varin skot: Bruno Bernat 12/1, 32,4%.
Mörk HK: Haukur Ingi Hauksson 6, Andri Þór Helgason 6/1, Ágúst Guðmundsson 5/2, Sigurður Jefferson Guarino 5, Tómas Sigurðarson 2, Leó Snær Pétursson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Styrmir Hugi Sigurðarson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 5/1, 21,7% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2, 14,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
FH – Stjarnan 33:31 (15:17).
Mörk FH: Jón Bjarni Ólafsson 8, Garðar Ingi Sindrason 7/1, Símon Michael Guðjónsson 6/1, Birkir Benediktsson 3, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Einar Örn Sindrason 2, Ágúst Birgisson 1, Daníel Freyr Andrésson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 5, 17,9% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 1 11,1%.
Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 9, Gauti Gunnarsson 6, Jóel Bernburg 3, Pétur Árni Hauksson 3, Jóhannes Bjørgvin 2, Benedikt Marinó Herdísarson 2/1, Loftur Ásmundsson 2, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 2, Barnabás Rea 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 12/2, 33,3% – Sigurður Dan Óskarsson 2, 22,2%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Selfoss – Valur 40:43 (19:23).
Mörk Selfoss: Gunnar Kári Bragason 10, Hannes Höskuldsson 10/1, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Sölvi Svavarsson 4, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Hákon Garri Gestsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Jason Dagur Þórisson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12, 23,1% – Philipp Seidemann 0.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 11/4, Andri Finnsson 7, Daníel Montoro 6, Bjarni í Selvindi 5, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 4, Magnús Óli Magnússon 3, Dagur Árni Heimisson 3, Björgvin Páll Gústavsson 2, Allan Norðberg 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, 21,6%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Leikur í gær:
Þór – ÍBV 27:32 (14:16).
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 9/5, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 5/1, Þórður Tandri Ágústsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hákon Ingi Halldórsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 10, 28,6% – Patrekur Guðni Þorbergsson 0.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 12/10, Daníel Þór Ingason 8, Haukur Leó Magnússon 5, Andri Erlingsson 4, Ívar Bessi Viðarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 10/1, 27%.
ÍBV fór norður og vann síðasta leikinn fyrir áramót
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan í Olísdeildinni og næstu leikir.



