- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þær voru mikið betri“

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, og liðsmenn hans er komnir í átta liða úrslit í Coca Colabikarnum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Þær voru mikið betri en við í dag. Það staðreynd málsins,“ sagði Stefán Arnarson hinn reyndi þjálfari Fram eftir að lið hans tapaði fyrir KA/Þór í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handknattleik kvenna í gær, 26:20, í Schenkerhöllinni. KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:9.


„KA/Þórsliðið byrjaði mjög vel og skoraði sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Okkur tókst að snúa taflinu við um tíma og komst yfir, 9:8. KA/Þór svaraði með öðrum góðum kafla og náð fjögurra marka forskoti á ný, 13:9. Sá munur hélst meira og minna til leiksloka.


Það sem við ætluðum að gera tókst ekki gegn KA/Þórsliðinu sem átti virkilega góðan leik og átti sigurinn svo innilega skilið,“ sagði Stefán ennfremur í samtali við handbolta.is.


Stefán sagði að upphafskaflinn hafi verið erfiður og markað e.t.v. það sem fylgdi í kjölfarið. „Okkur brást bogalistin í tveimur sex metra skotum, áttum stangarskot og töpuðum boltanum fimm sinnum, snemma leiks. Það var dýrt. Fyrir vikið fékk KA/Þórsliðið sjálfstraustið og keyrði hreinlega yfir okkur,“ sagði Stefán sem hefur gengið í gegnum sigra og ósigra í bikarkeppninni á löngum og sigursælum þjálfaraferli.

Fram hefur leikið fimm ár í röð til úrslita í Coca Cola-bikarnum og unnið tvisar sinnum og alls í 16 skipti frá 1976. Hér er silfurliðið frá í gær. Mynd/HSÍ


„KA/Þórsliðið stóð sig afar vel og vann verðskuldaðan sigur. Með þessum leik er keppnistímabilinu 2021 vonandi lokið. Við komum sterk til baka inn í nýtt keppnistímabil,“ sagði Stefán Arnarson hinn þrautreyndi þjálfari kvennaliðs Fram sem var handhafi Coca Cola-bikarsins frá því í mars 2020.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -