Michael Apelgren landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla hefur valið sinn 18 manna hóp sem hann ætlar að tefla fram á Evrópumótinu sem hefst 15. janúar í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku. Svíar verða á meðal andstæðinga íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni EM lánist liðum beggja landsliða að komast upp úr riðlakeppninni.
Felix Claar, Max Darj, Oscar Bergendahl og Daniel Pettersson sem voru fjarri góðu gamni á heimsmeistaramótinu í upphafi ársins eru klárir í EM-slaginn, Apelgren til mikils léttis.
Jerry Tollbring kemur inn í sænska landsliðið á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru. Hann var t.d. að jafna sig eftir krossbandaslit þegar HM stóð yfir.
Tveir leikmenn hópsins leika með sænskum félagsliðum, hinn 19 ára gamli Nikola Roganovic og Axel Månsson sem stendur á tvítugu.
Riðlakeppni í Malmö
Svíar leika í riðli með Georgíu, Hollandi og Króatíu í riðli á fyrsta stigi mótsins í Malmö. Tvö lið komast áfram í milliriðla.
Áður en EM hefst mætir sænska landsliðið brasilíska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum, 5. og 7. janúar í Svíþjóð.
Sænski EM-hópurinn:
Markverðir:
Andreas Palicka, Kolstad Håndball (175/19).
Mikael Appelgren, One Veszprém (101/2).
Fabian Norsten, Aalborg Håndbold (17/0).
Aðrir leikmenn:
Jerry Tollbring, Ribe-Esbjerg HH, 73/215.
Hampus Wanne, Høj Håndbold, 115/458.
Max Darj, Füchse Berlin, 132/158.
Felix Möller, Aalborg Håndbold, 35/65.
Oscar Bergendahl, SC Magdeburg, 65/102.
Daniel Pettersson, SC Magdeburg, 99/225.
Sebastian Karlsson, Paris Saint-Germain, 36/105.
Jonathan Carlsbogård, FC Barcelona, 90/175.
Nikola Roganovic, HK Malmö, 4/7.
Eric Johansson, THW Kiel, 52/147.
Felix Claar, SC Magdeburg, 84/236.
Jim Gottfridsson, Pick Szeged, 176/535.
Axel Månsson, IFK Kristianstad, 3/4.
Albin Lagergren, SC Magdeburg, 131/410.
Lukas Sandell, Rhein-Neckar Löwen, 78/202.



