- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Er hreinlega súrrealískt“

Unnur Ómarsdóttir, önnir f.v. lyftir bikarnum ásamt Rut Arnfjörð Jónnsdóttur eftir sigurinn í bikarkeppninni í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Þessi sigur er ekki smá sætur. Ég er í spennufalli þó hef ég gengið í gegnum svona sigra nokkrum sinnum með Fram en þetta er eitthvað allt annað og nýtt,“ sagði Unnur Ómarsdóttir leikmaður nýkrýndra Coca Cola-bikarmeistara Fram í handknattleik kvenna við handbolta.is í gær eftir að KA/Þórsliðið vann Fram örugglega í úrslitaleik, 26:20.


Unnur gekk til liðs við KA/Þór í sumar eftir að hafa leikið um árabil með Fram og Gróttu auk tímabils í Noregi. Hún segir það vera aðra tilfinningu að vinna bikarinn með KA/Þór enda er KA hennar uppeldisfélag.


„Ég hef aldrei unnið bikar með KA, þetta er hreinlega súrrealískt,“ sagði Unnur sem skoraði sex mörk í leiknum í gær, flest eftir hraðaupphlaup, sem KA/Þórsliðið var óspart að nýta sér hvenær sem tækifæri gafst.

Andri Snær Stefánsson og liðsmenn Coca Cola-bikarmeistara KA/Þórs taka við árnaðaróskum frá leikmönnum Fram eftir verðlaunaafhendingu. Mynd/HSÍ


„Við unnum mjög vel til baka í vörninni og náðum að stöðva hraðaupphlaup Fram en liðið lifir mjög á þeim. Þetta var eitt lykilatriði í að okkur tókst að vinna Framliðið. Ég átti alltaf von á að Framarar kæmu til baka en það varð einhvern veginn aldrei að því. Leikurinn var okkar meginn allan tímann.


Það er bara æðislegt fá að taka þátt í þessu ævintýri með stelpunum og fara með bikarinn norður í fyrsta sinn. Þetta er hreinlega æðislegt,“ sagði sigurglöð Unnur Ómarsdóttir, nýkrýndur bikarmeistari með KA/Þór.

Meiri umfjöllun um úrslitaleik KA/Þórs og Fram:

Frábær byjun.
Þær voru mikið betri.
Mættum eins og stríðsmenn.
Bikarinn fer norður.
Textalýsing.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -