Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen færðust upp í sjötta sæti í þýsku 2. deildinni í gærkvöld með góðum sigri á Tusem Essen á heimavelli, 36:28. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Leikmenn Nordhorn tóku hins vegar öll völd á leiknum í síðari hálfleik og unnu örugglega.
Elmar skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf tvær stoðsendingar.
Kristian van der Merwe markvörður Nordhorn átti stórleik, varði 20 skot, ekki síst í síðari hálfleik
Sjötta sætið sem Nordhornliðar vermdu fyrir leikinn er þess í stað hlutskipti Eintracht Hagen sem Hákon Daði Styrmisson leikur með til loka árs. Hagen tapaði í heimsókn sinni til VfL Lübeck-Schwartau, 38:34.
Hákon Daði skoraði níu mörk í 11 skotum. Þrjú markanna skoraði Hákon Daði úr vítaköstum. Hann var markahæsti leikmaður Hagen.
Áfram gengur hvorki né rekur hjá nýliðum HC Oppenweiler/Backnang. Þeir töpuðu fyrir Eulen Ludwigshafen í Friedrich-Ebert-Halle, 30:24.
Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark fyrir HC Oppenweiler/Backnang sem rekur lestina í deildinni með tvö stig þegar 16 leikir eru að baki.
Staðan í 2. deild karla í Þýskalandi:



