- Auglýsing -
Haukur Þrastarson lék afar vel þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann HSV Hamburg, 35:29, á heimavelli í 18. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Haukur var næstmarkahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen með sjö mörk. Einnig átti hann sjö stoðsendingar.
Línumaðurinn Jannik Kohlbacher naut þess að hafa Hauk með sér og skoraði 10 mörk.
Einar Þorsteinn Ólafsson kom lítið við sögu hjá HSV Hamburg ef marka má tölfræði leiksins. Frederik Bo Andersen og Jacob Arenth Lassen voru markahæstir með sex mörk hvor.
Rhein-Neckar Löwen færðist upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum með 20 stig eftir 18 leiki. HBV Hamburg er í 9. sæti með 17 stig.
- Auglýsing -


