KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson er ekki aðeins annar tveggja markahæstu leikmanna Olísdeildar karla að loknum 15 umferðum. Hann er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar leikmanna deildarinnar. Bjarni Ófeigur hefur gefið 98 stoðsendingar sem skilað hafa KA mörkum, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik.
Markahæstir í Olísdeild karla
Garðar Ingi Sindrason hjá FH er næstur á eftir Bjarna Ófeigi með 86 sendingar og Selfyssingurinn Tryggvi Sigurbergur Trautason er í þriðja sæti með 74 sendingar.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn Olísdeildar sem gefið hafa 30 stoðsendingar eða fleiri í fyrstu 15 umferðunum.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 98.
Garðar Ingi Sindrason, FH, 86.
Tryggvi Sigurberg Traustason, Selfossi, 74.
Brynjar Hólm Grétarsson, Þór, 66.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, 57.
Ágúst Guðmundsson, HK, 55.
Hafþór Már Vignisson, Þór, 54.
Morten Linder, KA, 51.
Freyr Aronsson, Haukum, 51.
Sölvi Svavarsson, Selfossi, 50.
Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, 48.
Harri Halldórsson, Aftureldingu, 47.
Pétur Árni Hauksson, Stjörnunni, 45.
Dagur Arnarsson, ÍBV, 43.
Hans Jörgen Ólafsson, Stjörnunni, 43.
Birkir Benediktsson, FH, 41.
Gunnar Róbertsson, Val, 40.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV, 40.
Andri Erlingsson, ÍBV, 38.
Viktor Sigurðsson, Fram, 36.
Hjörtur Ingi Halldórsson, HK, 35.
Arnór Snær Óskarsson, Val, 35.
Magnús Óli Magnússon, Val, 33.
Oscar Sven Leithoff Lykke, Aftureldingu, 33.
Haukur Ingi Hauksson, HK, 33.
Haukur Páll Hallgrímsson, Selfossi, 33.
Dagur Árni Heimisson, Val, 32.
Oddur Gretarsson, Þór, 31.
Ísak Logi Einarsson, Stjörnunni, 30.
Heimild: HBStatz.



