- Auglýsing -
- Leikstjórnandinn Ole Pregler yfirgefur Gummersbach um áramótin og gengur til liðs við Göppingen. Er það hálfu ári fyrr en til stóð. Í stað Pregler fær Gummersbach Svíann Ludvig Hallbäck frá Göppingen. Hann semur við Gummersbach til ársins 2028.
- Danski handknattleiksmaðurinn René Antonsen hefur ákveðið að yfirgefa danska meistaraliðið Aalborg Håndbold næsta sumar og spreyta sig með Nantes í Frakklandi. Samningur Antonsen við Nantes er til tveggja ára.
- Antonsen er 33 ára gamall og hefur verið í áratug hjá Álaborgarliðinu. Til þess að fylla skarð Antonsen hefur Aalborg samið við Svíann Anton Lindskog til eins árs. Lindskog er nú leikmaður GOG.
- Rikke Granlund, sem hefur verið með annan fótinn í norska landsliðinu undanfarin ár, hefur endurnýjað samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Sola. Hún leikur með félaginu fram til ársins 2028. Granlund kom til Stafangurs fyrir tveimur árum eftir tveggja ára veru hjá Chambray Touraine Handball í Frakklandi. Áður var hún m.a. með Esbjerg í Danmörku í þrjú ár og varð meistari með liðinu ásamt Rut Arnfjörð Jónsdóttur vorið 2020.
- Christian Køhler tekur við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Silkeborg-Voel á næsta ári þegar Peter Schilling Laursen lætur af störfum eftir margra ára starf. Køhler er núna aðstoðarþjálfari Esbjerg en hann hefur víða verið aðstoðarþjálfari á síðustu árum.
- Auglýsing -




