Komið að fjórðu og næstsíðustu upprifjun á næstsíðasta degi ársins 2025 á mest lesnu fréttum ársins á handbolti.is. Komið er inn á topp tíu, fréttirnar sem eru í sjötta til tíunda sæti.
Í dag segir m.a. frá íslenskum handknattleiksþjálfara sem sagði fregnir af sér vera úr lausu lofti gripnar og einnig af íslenska landsliðinu í handknattleik sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í upphafi ársins. Að vanda sópuðu fregnir af landsliðinu að sér lesendum.
Uppnám og daprir klefar
Fleira kemur við í upprifjun dagsins eins og uppnám sem varð hjá dönsku handknattleiksliði þegar kom að undirbúningi fyrir næsta tímabil. Senda varð einn leikmann í leyfi svo aðrir gætu hugsað sér að stunda æfingar. Leikmaðurinn óvinsæli flutti síðar til Noregs og þjálfari liðsins sagði starfi sínu lausu.
Ástand búningsklefa Tasos Kampouris-keppnishallarinnar í Chalkida í Grikklandi var ekki burðugt þegar handbolti.is var þar á ferð í mars. Í ljósi umræðunnar um að Laugardalshöll sé á undanþágu hjá alþjóðasamböndum vegna ástands þá má velta fyrir sér hvernig á því stendur að heimilt sé að leika í Tasos Kampouris-keppnishöllinni.
Upp úr sauð
Stuðningsmönnum landsliðs Norður-Makedóníu rann í skap eftir leik landsliðsins við Hollendinga á HM í Króatíu. Áttu leikmenn hollenska landsliðsins fótum fjör að launa. Frétt af þeirri uppákomu rataði í 10. sæti mest lesnu frétta ársins.
6. sæti:
7. sæti:
8. sæti:
9. sæti:
10. sæti:
Upprifjun 1: Mest lesið 1 ”25: Afsökun, kvaddi, ekki svikarar, högg og til aganefndar
Upprifjun 2: Mest lesið 2 ”25: Hver er?, var á leiðinni í flug, tvær hliðar, óánægðir Danir, var brugðið
Upprifjun 3: Mest lesið 3 ”25: Áhyggjur, slæmar fréttir, gerði það gott, næsti leikur, í óleyfi


