- Auglýsing -
- Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin vonast til þess að fá fljótlega jákvætt svar frá franska handknattleiksmanninum Dika Mem en Hanning hefur átt í samningaviðræðum við Mem upp á síðkastið. Verði af komu franska handknattleikssnillingsins til Berlínarliðsins er ráðgert að það verði sumarið 2027, þegar samningur hans við Barcelona verður á enda runninn.
- Landslið Serbíu hefur orðið fyrir skakkaföllum fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Stórskyttan Miloš Kos er meiddur og verður ekki með. Kos er samherji Andra Más Rúnarssonar og Viggós Kristjánssonar hjá HC Erlangen. Hann var keyptur til félagsins fyrir ári eftir að hafa verið settur út úr liði RK Zagreb vegna slagsmála. Kos hefur haldið sér í Þýskalandi en meiddist því miður í haust og hefur alls ekki jafnað sig.
- Fleiri leikmenn serbneska landsliðsins eru meiddir um þessar mundir. Má m.a. nefna Marko Milosavljević og Uroš Borzaš. Víst er að Spánverjinn Raul Gonzalel landsliðsþjálfari er í nokkrum vanda við að velja keppnishóp sinn fyrir EM sem hefst eftir rúman hálfan mánuð.
- Hermt er að hollenski handknattleiksmaðurinn Luc Steins yfirgefi franska meistaraliðið PSG í sumar þegar samningur hans rennur sitt skeið. Steins er skiljanlega eftirsóttur enda einn allra fremsti leikstjórnandi í evrópskum handknattleik. Meðal annars er Steins orðaður við Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með.
- Svartfellska meistaraliðið ZRK Buducnost hefur leyst tvo leikmenn undan samningi m.a. til þess að draga saman í útgjöldum. Um er að ræða pólsku landsliðskonuna Dagmara Nocun og hina búlgörsku Mari Tomova. Sú síðarnefnda hefur þegar samið við ungverska liðið Mosonmagyrovar.
- Talið er mögulegt að franska meistaraliðið Metz og Evrópumeistarar Györ skipti á leikmönnum næsta sumar. Skiptin felast í að Sarah Bouktit leikmaður Metz fari til ungverska liðsins en í staðinn komi Kristina Jørgensen til franska liðsins. Jørgensen lék með Metz frá 2022 til 2024 og þekkir vel. Jørgensen og Bouktit eru samningsbundnar félögum sínum fram til 2027.
- Auglýsing -


