- Auglýsing -
Betur fór en á horfðist í upphitunarfótbolta karlalandsliðsins í handknattleik eftir hádegið í dag þegar Einar Þorsteinn Ólafsson stöðvaði Viggó Kristjánsson þegar sá síðarnefndi hugði að stórsókn í átt að markinu. Einar Þorsteinn var aðeins of seinn að ná til boltans og brá þar með fæti fyrir Viggó, tæklaði hann hreinlega. Viggó féll við og um andartaksstund mátti heyra saumnál detta í galsa íþróttasalarins. Sem betur fer stóð Viggó um og virtist ekki hafa orðið meint af tæklingunni.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var með myndavélina á lofti og náði myndasyrpu af atvikinu sem öllum varð létt yfir að fór betur en á horfðist.
(smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).
- Auglýsing -



















