ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði ÍR, 29:26, í 13. umferð deildarinnar, 29:26. Leikið var í Skógarseli í Breiðholti, heimavelli ÍR. ÍBV hefur 22 stig eftir 13 leiki og er tveimur stigum á undan Val sem á leik til góða gegn KA/Þór á laugardaginn.
ÍR tapaði í kvöld fjórða leik sínum í röð í deildinni og eru aðeins stigi á undan Fram og Haukum eftir 13 leiki.
Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi, 34:28, í Kuehne+Nagel höllinni góðkunnu á Ásvöllum í kvöld. Haukar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og voru með níu marka forskot að honum loknum, 19:10.
Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.
Haukar – Selfoss 34:28 (19:10).
Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6/1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 6, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sara Marie Odden 4, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 11/1, 36,7% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0 – Erla Rut Viktorsdóttir 0.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 9/7, Marte Syverud 6, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Sylvía Bjarnadóttir 1, Victoria McDonald 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 4, 33,3% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 4, 13,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
ÍR – ÍBV 26:29 (12:16).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 9, Vaka Líf Kristinsdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 3, María Leifsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 7, Ingunn María Brynjarsdóttir 3.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Sandra Erlingsdóttir 7, Birna María Unnarsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 5, Ólöf Maren Bjarnadóttir 2.
Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.



