Upp er runninn fyrsti leikdagur í Kristianstad á Skáni á Evrópumóti karla í handknattleik. Karlalandslið Íslands stígur fram á sviðið í Kristianstad Arena í dag og leikur við ítalska landsliðið. Flautað verður til leiks klukkan 17.
Leikurinn verður sá fyrsti á milli A-landsliða þjóðanna í handknattleik karla í 22 ár.
Myndasyrpa: Viggó var tæklaður í upphitunarboltanum
Allt er til reiðu í Kristianstad Arena og það sama á við leikmenn beggja liða sem mætast í upphafsleik F-riðils. Að viðureign Íslands og Ítalíu lokinni reyna með sér landslið Ungverjalands og Póllands.
Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar í Kristianstad Arena. Síðari æfingin af tveimur var í gær.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari er á vegum handbolti.is í Kristianstad. Hann mátti mynda fyrstu 15 mínútur æfingarinnar í gær. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem hann tók.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).






































