- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sautján leikmenn skráðir til leiks á EM – Þorsteinn Leó er áfram í óvissu

- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 17 leikmenn sem munu taka þátt í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik en fyrsti leikur íslenska liðsins verður við Ítalíu klukkan 17 í dag í Kristianstad Arena í Svíþjóð.

Þorsteinn Leó Gunnarsson eru utan hópsins þar sem hann hefur ekki að fullu jafnað sig eftir að hafa tognað á nára í kappleik með FC Porto um miðjan nóvember.


EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

Heimilt er að bæta við tveimur leikmönnum meðan á riðlakeppni stendur. Sama gildir um milliriðlakeppnina og síðari stig mótsins.

Sautján manna hópurinn er skipaður eftirtöldum:

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (287/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (75/2).
Andri Már Rúnarsson, HC Erlangen (8/8).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (107/115).
Bjarki Már Elísson, One Veszprém (128/426).
Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (27/7).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (64/138).
Elvar Örn Jónsson, SC Magdeburg (93/214).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (75/171).
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (47/64).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (100/177).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (32/106).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (58/178).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (94/341).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (48/46).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (73/219).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch auf! Göppingen (108/48).

Sjá einnig: Landslið Íslands á EM 2026 – strákarnir okkar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -