- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Átta sigurleikir og eitt jafntefli í leikjum við Ítalíu

- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur ekki mætt ítalska landsliðinu í 22 ár, eða frá því að liðin áttust við í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun júní 2004. Ísland vann báða leikina í undankeppninni, 37:31 í Terano á Ítalíu, og 37:25 í Kaplakrika sunnudaginn 6. júní.

Snorri og Roland voru með

Tveir sem tengjast landsliðshópnum í dag tóku þátt í leiknum í Kaplakrika; Snorri Steinn Guðjónsson núverandi landsliðsþjálfari skoraði 4 mörk og Roland Eradze markvarðaþjálfari kom inn til þess að verja vítakast en tókst ekki. Annars stóð Guðmundur Hrafnkelsson í marki Íslands frá upphafi til enda.

Tveir voru úti í kuldanum

Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM 2004 en tóku ekki þátt í heimaleiknum 6. júní 2004 í Kaplakrika.

Fyrsti leikur 1973

Alls eru viðureignir Íslands og Ítalíu níu í flokki A-landsliða karla. Sú fyrsta fór fram í Laugardalshöll 14. október 1973 og var einn liður í undankeppni HM 1974 sem fram fór í Austur-Þýskalandi. Ísland vann öruggan sigur, 26:9.

Ísland hefur unnið átta af níu leikjum. Einu sinni var jafntefli, 20:20, á æfingamóti í Hollandi 1999.


Úrslit í leikjum Íslands og Ítalíu fram til þessa:

14. október 1973: Ísland – Ítalía 26:9 (Laugardalshöll).
29. nóvember 1984: Ísland – Ítalía 26:15 (Noregur).
16. nóvember 1991: Ísland – Ítalía 27:20 (Ungverjaland).
27. janúar 1993: Ísland – Ítalía 21:18 (Noregur).
2. nóvember 1994: Ísland – Ítalía 26:15 (Laugardalshöll).
3. september 1995: Ísland – Ítalía 23:20 (Austurríki).
15. desember 1999: Ísland – Ítalía 20:20 (Holland).
29. maí 2004: Ísland – Ítalía 37:31 (Ítalía).
6. júní 2004: Ísland – Ítalía 37:25 (Kaplakriki).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -