Afturelding er áfram neðst í Grill 66-deild kvenna eftir 13 leiki í deildinni. Mosfellingar töpuðu í gærkvöld á heimavelli fyrir Fram 2, 29:27, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 14:12. Afturelding hefur sjö stig í neðsta sæti. Framarar færðust ofar með sigrinum í Myntkaup höllinni og hafa nú 10 stig.
Aftureldingarliðið var yfir framan af leik í gærkvöld. Snemma í fyrri hálfleik var forskotið fjögur mörk. Framarar jöfnuðu hins vegar metin og komust fljótlega yfir eftir rúmar 10 mínútur í síðari hálfleik og létu yfirhöndina ekki af hendi eftir það.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 13, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 5, Ásdís Halla Helgadóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Susan Ines Barinas Gamboa 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 19, Áslaug Ýr Bragadóttir 3.
Mörk Fram 2: Sara Rún Gísladóttir 12, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 7, Birna Ósk Styrmisdóttir 4, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Þóra Lind Guðmundsdóttir 2.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 16.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



