- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Ísland tók Ítalíu í kennslustund

- Auglýsing -

Ísland vann öruggan sigur á Ítalíu, 39:26, þegar liðin hófu leik í F-riðli Evrópumótsins í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld.

Ísland mætir næst Póllandi í annarri umferð F-riðils klukkan 17 á sunnudag.


Ísland var níu mörkum yfir, 21:12, í hálfleik og reyndist eftirleikurinn auðveldur. Fljótlega í síðari hálfleik var munurinn 10 mörk og Ítalir fengu aldrei rönd við reist.

Munurinn var orðinn 11 mörk í byrjun síðari hálfleiks og þegar líða tók á leikinn bætti íslenska liðið einungis í og vann að lokum þrettán marka sigur.

Segja má að áætlanir íslenska landsliðsins í sóknarleiknum hafi gengið eftir. Varnarleikur Ítala var sundurleikinn hvað eftir annað af fljótum sóknarmönnum íslenska liðsins. Vörnin var eins og gatasigti og eftirleikurinn var auðveldur.

Varnarleikurinn gekk síður hjá íslenska liðinu framan af leik en batnaði þegar á leið. Segja má að hvorki sóknar- né varnarleikur ítalska liðsins hafi komið íslenska liðinu á óvart. Heimavinnan var leikin og því var góður og kærkominn sigur í fyrsta leik. Ævinlega er léttir að hefja mótið á sigri en vissulega má ekki láta hann glepja sér sýn fyrir næstu viðureignir.

Elliði Snær Viðarsson fagnar í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð


Mörk Íslands: Janus Daði Smárason 8, Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Ómar Ingi Magnússon 6, Bjarki Már Elísson 5, Orri Freyr Þorkelsson 4, Viggó Kristjánsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2,  Elvar Örn Jónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Teitur Örn Einarsson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Haukur Þrastarson 1.

Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 8/4, 23,5%

Nánari tölfræði hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í kvöld í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -