Ungmennalið Hauka er komið á blað í Grill66-deildinni í handknattleik karla eftir að það lagði Vængi Júpíters í annarri umferð í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld með sex marka mun, 30:24. Haukar voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:12.
Haukar hafa þar með fengið tvö stig. Vængirnir eru á hinn bóginn stigalausir eftir tvær viðureignir.
Fast var tekist á í leiknum í kvöld og var Gísli Steinar Valmundarsson leikmaður Vængjanna útlokaður frá frekar þátttöku þegar rétt um tíu mínútur voru til leiksloka.
Mörk Hauka: Þorfinnur Máni Björnsson 9, Róbert Snær Örvarsson 8, Össur Haraldsson 3, Jón Brynjar Kjartansson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Sigurður Jónsson 2, Mikael Andri Samúelsson 1, Jakob Aronsson 1, Alex Már Júlíusson 1.
Mörk Vængja Júpíters: Andri Hjartar Grétarsson 6, Gunnar Valur Arason 3, Viktor Orri Þorsteinsson 3, Sigþór Gellir Michaelsson 3, Jónas Eyjólfur Jónasson 3, Gísli Steinar Valmundarson 2, Leifur Óskarsson 2, Albert Þráinsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1.
Staðan og næstu leikir í Grill66-deild karla er hér.
Uppfært: Hörður vann ungmennalið Selfoss, 37:32, í þriðja leik gærkvöldsins og tyllti sér þar með á topp deildarinnar. Leikskýrsla hefur hvorki bortist handbolta.is né verið færð inn á hsi.is þegar þessi uppfærsla á sér stað kl. 7.41 að morgni laugardagsins 9. október.