- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Mjög ánægður með strákana

- Auglýsing -

„Leikplanið gekk upp og við spiluðum mjög góðan leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla glaður í bragði eftir 13 marka sigur á Ítalíu, 39:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Kristianstad Arena í kvöld.


„Ég er líka mjög ánægður með strákana. Ég skynjaði það síðustu daga að þeir væru einbeittir, hugur væri í þeim. Mér fannst það skína vel í gegn í leiknum. Við bárum virðingu fyrir ítalska liðinu, það er erfitt og leikur vel. Þetta var heilt yfir mjög góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn.

Gekk fullkomlega upp

„Áætlun okkar tókst alveg fullkomlega en auk þess þá reyndum við eitt og annað til þess að fá Ítalana til að glíma við fleira en eitt atriði í einu sem varð til þess að riðla leik þeirra. Það var uppleggið.

Ofan á annað erum við með frábæra leikmenn, sem fljóta maður á mann og fyrir vikið er ekkert mjög gaman að eiga við okkur. Janus og Gísli voru frábærir,“ sagði Snorri Steinn enn fremur og bætti við.

Mér er létt

„Mér einnig létt eftir sigurinn. Það var erfitt að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er alltaf spenna í manni fyrir fyrsta leik á stórmóti. Fyrir vikið er manni enn þá meira létt eftir þennan frábæra upphafsleik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -