Ísland og Pólland hafa aðeins mæst tvisvar í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik. Í bæði skiptin var síðast leikur beggja liða á mótununum, 2010 og 2014. Íslenska landsliðið vann báðar viðureignir, 29:26, í viðureigninni um bronsverðlaunin í Austurríki 2010.
Fjórum árum síðar mættust landslið Íslands og Póllands í viðureign um 5. sæti á EM í Danmörku, 2014. Ísland vann 28:27.
Björgvin, Snorri og Arnór voru með
Björgvin Páll Gústavsson er eini leikmaður landsliðsins í dag sem tók þátt í leikjunum 2010 og 2014. Núverandi þjálfarateymi, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason, voru leikmenn landsliðsins á þessum árum. Snorri Steinn tók þátt í báðum leikjum en Arnór missti af viðureigninni 2014 vegna meiðsla. Hann var á hinn bóginn með í leiknum Vínarborg 2010, leik sem verður lengi í minnum hafður fyrir ævintýralegan varnarleik Alexanders Peterssonar.



