- Auglýsing -
Einnar mínútu þögn verður fyrir viðureign Spánar og Þýskalands í 3. umferð Evrópumóts karla í handknattleik í Herning klukkan 19.30 í kvöld. Verður það gert til að minnast þeirra sem létust í lestarslysi í suðurhluta Spánar í gærkvöld.
Samkvæmt fregnum eru að minnsta kosti 39 látnir af um 400 farþegum tveggja lesta sem rákust saman. Liðlega 70 farþegar voru fluttir á sjúkrahús nærri slysstaðnum.
Mínútu þögn verður eftir að þjóðsöngvar Þýskalands og Spánar hafa verið leiknir, segir í tilkynningu Handknattleikssambands Evrópu.
EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar
- Auglýsing -



