Sigur Íslands gegn Ungverjalandi í lokaumferð F-riðils Evrópumóts karla í Kristianstad Arena í kvöld var einkar sætur.
Ungverjar hafa reynst Íslendingum erfiðir í gegnum árin og vannst fjórði sigurinn í níundu viðureign þjóðanna á Evrópumótum í kvöld.
Ungverjagrýlan kveðin niður í mögnuðum sigri Íslands
Viktor Gísli Hallgrímsson fór hamförum í marki Íslands og varði 19 skot auk þess sem vörnin fyrir framan hann átti úrvals leik.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var allur lurkum laminn eftir að Ungverjarnir fengu að berja á honum en Gísli Þorgeir kom að tíu mörkum með beinum hætti.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var á sínum stað í Kristianstad Arena og smellti af fjölda mynda í miklum baráttuleik.
Myndirnar má sjá hér:
(smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)

































