- Auglýsing -
Elvar Örn Jónsson leikur ekki meira með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik eftir að hafa með meiðst á hendi seint í fyrri hálfleik í viðureign Íslands og Ungverjalands í gær. Staðfest er að um handarbaksbrot er að ræða, nánar tiltekið spíralbrot á fjórða miðhandarbeini.
Elvar Örn verður frá keppni um óákveðinn tíma af þessu sökum. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun innan íslenska teymisins um að kalla nýjan leikmann.
Handbolti.is sagði frá meiðslum Elvar Arnar strax eftir leikinn í gær þar sem óttast var að meiðslin væru alvarleg.
- Auglýsing -



