- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Hafdís lokaði markinu í Eyjum

- Auglýsing -

Stórleikur Hafdísar Renötudóttur skóp tólfta sigur Vals í Olísdeild kvenna á leiktíðinni er liðið sótti ÍBV heim í dag og vann með fimm marka mun, 27:22, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:9. Hafdís varði 19 skot, þar af eitt vítakast. Hlutfallsmarkvarsla hennar var 46,3%. Prýðileg frammistaða Amaliu Frøland í marki ÍBV hvarf í skuggann af frammistöðu landsliðsmarkvarðarins.


Um var að ræða uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar. Valur hefur nú tveggja stiga forskot á Eyjaliðið sem situr í öðru sæti með 22 stig að loknum 14 leikjum. Haukar eru sjö stigum á eftir í þriðja sæti, stigi á undan ÍR sem sækir Selfoss heim á morgun.

Eftir að hafa verið með þriggja marka forskot í hálfleik þá hélt Valsliðið tveggja til fjögurra marka forskoti allan stóran hluta síðari hálfleiks.

Fjórtándu umferð lýkur á morgun þegar Selfoss og ÍR eigast við frá klukkan 14 í Sethöllinni á Selfossi og KA/Þór og Fram mætast í KA-heimilinu klukkan 15.


Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 6/3 (9 sköpuð færi), Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Birna Berg Haraldsson 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2/2, Birna María Unnarsdóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 14, 34,1%.

Mörk Vals: Arna Karitas Eiríksdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Mariam Eradze 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 19/1, 46,3%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -