- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýskar systur dæma í Krikanum

Egill Magnússon og samherjar í FH leika við SKA Minsk í Evrópubikarnum í Kaplakrika á laugardaginn. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Þýskar systur, Tanja Kuttler og Maike Merz, dæma fyrri viðureign FH og SKA Minsk í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í Kaplakrika á laugardaginn. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem konur dæma Evrópuleik félagsliða í karlaflokki hér á landi. Systurnar eru þrautreyndar og hafa dæmt árum saman m.a. leiki í þýsku 1.deildinni í karlaflokki.


Leikur FH og SKA Minsk hefst klukkan 17 á laugardaginn í Kaplakrika.
Danskar konur dæmdu síðari viðureign Lemgo og Vals sem fram fór í Þýskalandi í lok september og fórst það afar vel úr hendi.


Konum hefur fjölgað talsvert í stétt handknattleiksdómara í Evrópu á síðustu árum. Því miður hefur sú þróun ekki náð hingað til lands enn sem komið er. Aðeins eitt kvenpar dæmir á þessari leiktíð í Olís- og Grill66-deildum karla og kvenna, Hekla Daðadóttir og Ellen Karlsdóttir.

Hvít-Rússarnir koma í kvöld

Andstæðingar FH-inga, SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi, koma til landsins í kvöld. Vegna einangrunar Hvíta-Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins þá ferðast Hvít-Rússarnir frá Minsk til Istanbúl og þaðan til Kaupmannahafnar og loks til Íslands.


FH-ingar sækja Hvít-Rússa heim undir lok næstu viku og eftir því sem fram kom hjá Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar FH, á dögunum í samtali við handbolta.is þá ætlar FH-liðið að fljúga til Varsjár og ferðast þaðan með langferðabíl til Minsk. FH hefur verið í sambandi við Handknattleikssamband Evrópu, HSÍ og utanríkisráðuneytið vegna farar sinnar sem er bæði flókin og erfið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -