Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Vfl Gummersbach og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik var einn þriggja þjálfara á námskeiði sem sænska handknattleikssambandið hélt í Malmö um nýliðna helgi. Um 200 handboltaþjálfarar sóttu námskeiðið. Samhliða ferð sinni til Malmö sá Guðjón Valur tvo leiki með íslenska landsliðinu, gegn Króatíu á föstudag og við sænska landsliðið í gær.
Guðjón Valur sagði við handbolta.is að hans hlutverk á námskeiðinu var að leiðbeina um hraðaupphlaup enda fáir snjallari á því sviði. Daninn Nicolej Krickau, þjálfari Füchse Berlin, hafi haft annan sóknarleik á sinni kennsluskrá. Loks hafi Spánverjinn Javier Sabaté, þjálfari pólska meistaraliðsins Wisla Plock, farið yfir varnarleik með þeim sem námskeiðið sóttu.


