- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært“

- Auglýsing -

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í handknattleik í leik dagsins. „Þeir hafa sýnt á sér tvær hliðar á þessu móti en þegar þeir hafa náð sínum leik hafa þeir verið mjög góðir. Það er margt í þeim sem ber að varast,“ segir Snorri Steinn enn fremur.


Leikur landsliðs Sviss á EM hefur verið fjölbreyttur. Allt frá hefðbundinni uppstillingu, sex á sex, í sjö á sex en einnig beitt því bragði að hafa engan línumann í sex manna sóknarleik. „Leikur þeirra getur þar af leiðandi verið erfiður viðureignar, ekki síst vegna þess að þeir hafa átt það til að skipta ört á milli afbrigða. Það er og hefur þess vegna verið í mörg horn að líta hjá okkur við undirbúning fyrir leikinn,“ segir Snorri Steinn.

Viðureign Íslands og Sviss hefst klukkan 14.30. Með sigri færist íslenska liðið skrefi nær undanúrslitum. Að sama skapi mun jafntefli eða tap setja stórt strik í reikninginn.

Ná upp sama hugarfari

„Það mun reyna á okkur að ná upp því hugarfari og stemningu sem var í okkur gegn Svíum og það er algjört lykilatriði í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Við megum alls ekki fara fram úr okkur. Við einbeitum okkur að einum leik í einu áður en við förum að velta næsta leik á eftir fyrir okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í viðtali við handbolta.is í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -