Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM föstudaginn 16. janúar.
Marín og Garcia eru reyndasta dómarapar Spánar um þessar mundir. Þeir hafa lengi verið að og dæmt marga stórleiki í gegnum tíðina. Þeir þekkja vel til íslenska landsliðsins og hafa dæmt leiki þess á undanförnum árum. Auk leiksins við Ítalíu dæmdu þeir m.a. viðureign Íslands og Króatíu á HM í fyrra og leik Íslands og Noregs á EM 2022.

Viðureign Íslands og Sviss hefst klukkan 14.30 í Malmö Arena. Íslenska landsliðið þarf að vinna leikinn til þess að halda efsta sæti riðilsins þegar síðasta umferð beggja milliriðla fer fram á morgun, miðvikudag.


