- Auglýsing -
Þrátt fyrir stórleik Elínar Klöru Þorkelsdóttur í gærkvöld varð IK Sävehof að sætta sig við annað tapið á leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni er grannliðið Önnereds kom í heimsókn til Partille, 25:24. Elín Klara skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, og var markahæst hjá IK Sävehof sem var þremur mörkum undir í hálfleik, 13:10.
IK Sävehof er áfram í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 15 leiki, stigi á undan Önnereds sem hefur leikið einum leik fleira.
Skara HF er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eftir 16 viðureignir. Skara HF gerði jafntefli við Skuru IK á heimavelli í gærkvöld, 27:27. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði ekki mark fyrir Skara.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



