Ísland leikur um bronsverðlaun á Evrópumóti karla á sunnudag eftir tap fyrir Danmörku, 31:28, í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Ísland mætir Króatíu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, í leiknum um bronsverðlaunin á sunnudag.
Danmörk mætir Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, í úrslitaleiknum á sunnudagskvöld.
Danir voru einu marki yfir, 14:13, í hálfleik og stóð íslenska liðið afar vel í heimamönnum framan af síðari hálfleik.
Danmörk náði að herða tökin þegar leið á síðari hálfleikinn og var róðurinn orðinn þungur þegar Danir komust fjórum mörkum yfir, 27:23. Fór svo að Danmörk vann með þremur mörkum.
Mörk Íslands: Janus Daði Smárason 8, Orri Freyr Þorkelsson 7/6, , Ómar Ingi Magnússon 6, Elliði Snær Viðarsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Viggó Kristjánsson 1/1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 6.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.



