- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Það brennur eldur í mannskapnum

- Auglýsing -

„Nú er brennur eldur í mannskapnum, að ná í medalíu sem er sjaldgæft hjá okkur,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli í morgun á opnum blaðamannafundi í Jyske Bank Boxen í Herning. Einar Þorsteinn segir að ekkert annað komi til greina en að leggja Króata á morgun í viðureigninni um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í handknattleik.


„Þótt við getum ekki unnið gullið að þessu sinni þá verðum við að fara eftir verðlaununum. Það er okkur hvatning,“ sagði Einar Þorsteinn enn fremur en 24 ár eru liðin síðan faðir hans, Ólafur Stefánsson, stóð í þessum sömu sporum með samherjum sínum í landsliðinu, þ.e. að leika um bronsverðlaun á EM. Ólafur endurtók leikinn fyrir 16 árum og kom heim með bronsið sem gekk honum úr greipum 2002.

Einar Þorsteinn sagði fyrirvarann á fundinum í morgun hafa hafa verið skamman. Menn vilji auk þess hvíla sig framan af degi eftir erfiðan dag, kvöld og nótt. „Við viljum helst búa okkur undir morgundaginn. Það er svo mikið undir hjá okkur.“

Úrslitaleikir á sunnudag:
Bronsleikur: Króatía - Ísland, kl. 14.15.
Gullleikur: Þýskaland - Danmörk, kl. 17.

Snýst um ástríðu

Skammt er síðan íslenska landsliðið mætti Króötum á Evrópumótinu. Naumt tap, 30:29, svíður enn. „Við mættum þeim á dögunum og fyrir ári. Við þekkjum þá mjög vel. Þegar lið þekkja vel inn á hvert annað þá snúast úrslitaleikir fyrst og síðan um passion. Af henni eigum við nóg,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson glaðbeittur í morgunsárið í Jyske Bank Boxen.

Viðureign Íslands og Króatíu um bronsverðlaunin á Evrópumótinu hefst klukkan 14.15 á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -