„Ég held að Ísland eigi mjög góða möguleika þar,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í viðtali við Vísir í morgun þar sem hann er spurður um möguleika íslenska landsliðsins í viðureigninni um bronsverðlaunin á EM við Króatíu á morgun.
„Íslenska liðið verður hvildara en það var og hefur meiri breidd en Króatar. Ef vörnin stendur sig og markvarslan kemur með þá hefur Ísland stórkostlegt sóknarlið. Ég vona að íslenska liðið taki bronsið,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í viðtali við Vísi.
„Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“
Fyrsta EM gullið í 10 ár?
Sjálfur er Alfreð að fara með þýska landsliðið í úrslitaleik Evrópumótsins gegn heimsmeisturum Danmerkur klukkan 17 á morgun. Áratugur er liðinn síðan þýska landsliðið varð síðast Evrópumeistari og þá með Dag Sigurðsson, núverandi landsliðsþjálfara Króatíu, á stól landsliðsþjálfara.



