- Auglýsing -
Fjórða umferð Olísdeildar karla í handknattleik hófst 5. október og lauk á sunnudagskvöld. Helstu niðurstöður leikjanna eru þessar:
Haukar - Selfoss 31:22 (16:10). Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 5/1, Darri Aronsson 5, Þráinn Orri Jónsson 4, Geir Guðmundsson 4, Adam Haukur Baumruk 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Atli Már Báruson 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15/1, 45,5% – Stefán Huldar Stefánsson 0. Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 8/2, Einar Sverrisson 4/3, Ísak Gústafsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Hergeir Grímsson 2/1, Karolis Stropus 1, Richards Sæþór Sigurðsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Alexander Már Egan 1. Varin skot: Vilius Rasimas 8, 25% – Sölvi Ólafsson 1, 14,3%.
- Tjörvi Þorgeirsson og Ólafur Ægir Ólafsson voru afar áberandi í sóknarleik Hauka í viðureigninni við Selfoss sem fram fór í Schenkerhöllinni 5. október. Tjörvi átti fimm stoðsendingar og Ólafur Ægir fjórar. Til viðbótar við að skora fimm mörk í átta skotum og skapa þrjú marktækifæri þá var Darri Aronsson með átta lögleg stopp í vörninni. Þráinn Orri Jónsson var með fjögur stopp og stal boltanum einu sinni af Selfossliðinu. Stefán Rafn Sigurmannsson var útsjónarsamur að vanda og krækti boltanum í tvígang af andstæðingunum.
- Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson sköpuðu tvö marktækifæri hvor fyrir Selfossliðið í leiknum. Einar lét einnig til sín taka í varnarleiknum þar sem hann var með sex lögleg stopp. Karolis Stropus var með þrjú lögleg stopp og vann boltann í tvisvar sinnum af leikmönnum Hauka. Ísak Gústafsson og Ragnar voru einnig með þrjár löglegar stöðvanir hvor um sig.
- Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz með 45,5% markvörslu.
FH - Víkingur 31:24 (13:12). Mörk FH: Egill Magnússon 9, Einar Örn Sindrason 5/4, Jóhann Bjarni Ólafsson 4, Birgir Már Birgisson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Gytis Smantauskas 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1. Varin skot: Phil Döhler 17, 42,5%. Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 11/5, Hjalti Már Hjaltason 3, Arnar Steinn Arnarsson 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Gísli Jörgen Gíslason 1, Guðjón Ágústsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Jón Hjálmarsson 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 15, 33,3%.
- Egill Magnússon og Gytis Smantauskas sköpuðu þrjú marktækifæri hvor fyrir FH-liðið í leiknum. Egill skoraði 9 mörk í 15 skotum og átti þess kost að skora tíunda mark úr vítakasti en brást bogalistin.
- Eins og stundum áður þá var Ágúst Birgisson atkvæðamikill í varnarleik FH. Hann var með fimm lögleg stopp og varði tvö skot. Birgir Már Birgisson náði fjórum löglegum stöðvunum, stal boltanum tvisvar sinnum og náði tveimur fráköstum, einu í sókn og öðru í vörn. Ásbjörn Friðriksson og Smantauskas áttu einnig fjórar stöðvanir hvor.
- Fyrir utan að skora 11 mörk í 14 skotum þá skapaði Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Víkingur, fjögur marktækifæri, þar af voru þrjár stoðsendingar. Hann var einnig með fullkomna nýtingu í vítaköstum, fimm úr fimm. Jóhannes Berg Andrason bjó einnig til fjögur marktækifæri.
- Jóhannes Berg var einnig með tíu stopp í vörn Víkinga, stal boltanum einu sinni og náði tveimur sóknarfráköstum. Jóhann Reynir, Halldór Ingi Óskarsson, Benedikt Elvar Skarphéðinsson og Hjalti Már Hjaltason voru með tvö lögleg stopp hver í vörninni þess utan sem Jóhann Reynir stal boltanum einu sinni af FH-liðinu.
- Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Víkingi, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz.
Afturelding - Grótta 30:30 (13:14). Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Þrándur Gíslason Roth 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1. Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 3/1, 37,5% – Andri Sigmarsson Scheving 2, 7,4%. Mörk Gróttu: Ólafur Brim Stefánsson 11, Birgir Steinn Jónsson 9/1, Jakob Ing Stefánsson 3, Andri Þór Helgason 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1. Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 8, 21,1%.
- Árni Bragi Eyjólfsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson lögðu grunn að sjö marktækifærum hvor í liði Aftureldingar. Þar átti sá fyrrnefndi sex stoðsendingar og sá síðarnefndi fimm. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sjö mörk í átta skotum. Gamla brýnið Þrándur Gíslason Roth gefur ekkert eftir og var með fullkomna nýtingu af línunni, fjögur mörk í fjórum tilraunum.
- Þrándur var einnig með sjö lögleg stopp í vörninni. Birkir Benediktsson, Bergvin Þór Gíslason og Einar Ingi Hrafnsson voru með fjögur stopp hver auk þess sem Einar Ingi varð eitt skot.
- Ólafur Brim Stefánsson og Birgir Steinn Jónsson voru allt í öllu í sóknarleik Gróttu. Ólafur skoraði 11 mörk í 14 skotum og skapaði þrjú marktækifæri. Birgir Steinn skoraði níu mörk úr 11 tilraunum og skapað einnig þrjú marktækifæri, allt stoðsendingar.
- Hannes Grimm átti sex löglegar stöðvanir í vörninni. Ólafur Brim og Birgir Steinn átti fjögur lögleg stopp hvor auk þess sem þeir stálu boltanum eini sinni hvor af liði Aftureldingar. Sveinn Agnar Brynjarsson og Gunnar Dan Hlynsson unnu boltanum tvisvar sinnum hvor af liði Mosfellinga.
- Ólafur Brim Stefánsson, Gróttu, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz.
Valur - ÍBV 27:21 (15:7). Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 8/3, Agnar Smári Jónsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 45,5% – Sakai Motoki 3, 50%. Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6/3, Dagur Arnarsson 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Arnór Viðarsson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Elmar Erlingsson 1, Róbert Sigurðarson 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 9, 25,7%, Petar Jokanovic 0.
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði átta mörk í tíu skotum fyrir Valsmenn gegn ÍBV. Hann skapaði einnig fjögur marktækifæri, þar af voru tvær stoðsendingar. Benedikt Gunnar Óskarsson var í stóru hlutverki í sóknarleik Vals. Hann var maðurinn á bak við sjö marktækifæri, þar af voru fjórar stoðsendingar.
- Alexander Örn Júlíusson var með átta löglegar stöðvanir í vörn Vals. Stiven Tobar Valencia og Þorgils Jón Svölu Baldursson voru með sex stopp hvor.
- Dagur Arnarsson var maðurinn á bak við fimm marktækifæri hjá ÍBV og Sigtryggur Daði Rúnarsson skapaði þrjú marktækifæri eins og Ásgeir Snær Vignisson. Hann átti einnig þrjú lögleg stopp í vörninni þar sem Arnór Viðarsson var með fjögur stopp og auk þess að verja tvö skot.
- Björgvin Páll Gústavsson, Val, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz.
Stjarnan - KA 30:24 (16:17). Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 7, Dagur Gautason 7, Leó Snær Pétursson 6/1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Gunnar Steinn Jónsson 2, Hannar Bragi Eyjólfsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1. Varin skot: Adam Thorstensen 14, 44,8% – Sigurður Dan Óskarsson 1. Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7/3, Ólafur Gústafsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Pætur Mikkjálsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1. Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 21,1%.
- Dagur Gautason skoraði sjö mörk í átta skotum fyrir Stjörnuna gegn liði uppeldisfélagsins, KA. Hann stal einnig boltanum í þrígang af leikmönnum KA. Hafþór Már Vignisson skapaði sjö færi, þar af voru fimm stoðsendingar, til viðbótar við að skora sjö mörk í tíu tilraunum. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Hrannar Bragi Eyjólfsson voru á bak við fimm marktækifæri hvor um sig.
- Björgvin Þór, Þórður Tandri Ágústsson og Gunnar Steinn Jónsson voru með þrjár löglegar stöðvanir hver í vörn Stjörnunnar.
- Ólafur Gústafsson skapaði sex af marktækifærum Stjörnunnar í leiknum. Einar Rafn Eiðsson var höfundur að fimm marktækifærum og Patrekur Stefánsson átti fjögur færi, þar af voru þrjár stoðsendingar.
- Pætur Mikkjalsson var með átta stopp í vörn KA auk þess sem hann varði þrjú skot. Einar Rafn Eiðsson átti fimm stopp og Óðinn Þór Ríkharðsson fjögur. Ólafur átti þrjár löglegar stöðvanir og stal boltanum einu sinni af Stjörnuliðinu.
- Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz.
Fram - HK 27:25 (15:13). Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 11/5, Rógvi Christiansen 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 4, Breki Dagsson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Kristófer Andri Daðason 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 19, 44,2% – Valtýr Már Hákonarson 2/1. Mörk HK: Kristján Ottó Hjálmsson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 5, Elías Björgvin Sigurðsson 3, Kári Tómas Hauksson 2/2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Arnór Róbertsson 2, Bjarki Finnbogason 1, Kristóer Pétur Barðason 1. Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 8, 30,8% – Róbert Örn Karlsson 5, 35,7%.
- Breki Dagsson skapaði níu marktækifæri fyrir Framliðið í leiknum, þar af voru þrjár stoðsendingar. Vilhelm Poulsen var maðurinn á bak við fimm marktækifæri, þar af voru fjórar stoðsendingar. Poulsen skoraði úr fimm af sex vítaköstum sem hann spreytti sig á. Stefán Darri Þórsson átti fjórar stoðsendingar.
- Poulsen og Stefán Darri átti fjögur lögleg stopp í vörninni, hvor um sig. Stefán náði þar að auki tveimur sóknarfráköstum. Kristinn Hrannar Bjarkason stal boltanum í tvígang af leikmönum Fram til viðbótar við að ná þremur sóknarfráköstum.
- Hjörtur Ingi Halldórsson skapaði fimm marktækifæri fyrir HK-liðið var atkvæðamestur leikmanna liðsins á þeim vettvangi. Hafsteinn Óli Ramos Rochar og Bjarki Finnbogason voru hvor um sig á bak við tvö marktækifæri.
- Sigurvin Jarl Ármannsson náði sex löglegum stoppum í vörninni og náði einu frákasti. Hjörtur Ingi átti fjögur lögleg stopp auk þess að nappa boltanum í tvígang af Framliðinu. Arnór Róbertsson náði tveimur fráköstum, einu á hvorum vallarhelmingi.
- Vilhelm Poulsen, Fram, var maður leiksins samkvæmt tölfræði HBStatz.
- Alla tölfræði úr leikjum Olísdeildar karla er að finn hjá HBStatz.
- Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er hér.
- Auglýsing -